Sumarnámskeið Arena og Breiðabliks í rafíþróttum eru ætluð börnum og ungmennum á aldrinum 7-15 ára sem vilja æfa rafíþróttir og kynnast nýjum félögum. Námskeiðin fara fram í Arena Smáratorgi 3 og er unnið í samstarfi við Breiðablik en öllum er heimilt að taka þátt hvort sem viðkomandi æfir með Breiðablik eða öðru félagi. Grunnatriði í rafíþróttum eru höfð að leiðarljósi ásamt því að hafa gaman í skemmtilegum hópi.
Við trúum því að rafíþróttir geti stuðlað að aukinni færni þeirra barna sem hana stunda. Rannsóknir sýna fram á aukna félagsfærni, þrautseigju og lausnamiðaða hugsun á meðal barna sem hafa stundað rafíþróttir.
Börnin læra jafnframt betri hegðun á internetinu, rétta líkamsbeitingu við tölvunotkun, mikilvægi andlegrar heilsu sem og þjálfun vöðvaminnis og snerpu, en hluti af námskeiðinu er dagleg útivera og hreyfingu.
Að lokum er það mikilvægt að börnin fari úr sínu eigin herbergi þar sem þau ein og óstudd spila tölvuleiki og mæti frekar á námskeið undir stjórn reyndra þjálfara þar sem þau hitta fyrir jafnaldra með sömu áhugamál og lögð er áhersla heilbrigða nálgun við tölvuleiki.
Innifalið í sumarnámskeiði er:
– Inneign á tveggja tíma spilun í Arena að námskeiði loknu
– Pizzaveisla á lokadegi
– Prufuvika á vetraræfingar hjá Breiðablik
– Diplóma í lok námskeiðs
Sumarið 2024 eru námskeiðin tvískipt þannig að í hverri viku fer fram námskeið fyrir hádegi og annað eftir hádegi en mögulegt er að skrá barn á bæði námskeiðin. Fyrri hópurinn mætir kl 09:00 og er til kl 12:00 en sá seinni er frá kl 13:00 til 16:00.
Verð fyrir sumarnámskeið í rafíþróttum 2024 er kr. 14.900 kr.- fyrir 5 daga námskeið og 11.920 kr,- fyrir 4 daga námskeið. (Þegar frídagur lendir í miðri viku sbr. 17. júní). Einnig er í boði að sækja námskeið bæði fyrir og eftir hádegi og er þá heildarverð 24.900 kr.
Þátttakendur eru beðnir um að koma klædd í þægilegum fatnaði og hafa með fatnað fyrir útiveru. Einnig er æskilegt að hafa með sér hollt nesti og drykk. Iðkendur mega koma með sinn eigin búnað lyklaborð, mús eða heyrnatól en hinsvegar er allur búnaður til staðar í Arena.
Skráning á sumarnámskeið 2024 eru hafnar og fer skráning fram HÉR
ATH að forráðamaður skráir sig inn en þarf að velja barnið þegar búið er að innskrá til að sjá þau sumarnámskeið sem eru í boði. Ef einhverjar spurningar vakna sendið endilega tölvupóst á arena@arenagaming.is og við aðstoðum við skráningu.