Komdu með hópinn til okkar

Hópefli
hjá Arena


Það er fátt skemmtilegra en að koma saman í Arena með góðum hóp vina eða samstarfsfélaga. Frábær matur og drykkir frá veitingastaðnum okkar, Bytes.

Við hjálpum ykkur að komast af stað í tölvuleikjunum og finnum leiki við hæfi ef reynslan er lítil.




Við mættum flottur hópur af strákum frá Roundtable og skemmtum okkur konunglega undir stjórn starfsfólks Arena!

Árni Þór Birgisson / Roundtable

Veldu pakkann sem hentar þér!

Hópefli

Matur & spil

4.990á mann

Pizza-hlaðborð á Bytes veitingastaðnum okkar þar sem kokkarnir reiða fram úrval af djúsí súrdeigs-pizzum og meðlæti eins og Deluxe franskar hlaðnar með ostasósu og beikonkurli. Einn drykkur á mann að eigin vali á barnum fylgir með hlaðborðinu.

Þegar allir eru saddir færið þið ykkur yfir í Arena og skemmtið ykkur konunglega í PlayStation 5 leikjatölvunum eða öflugustu PC leikjatölvum landsins frá Alienware. Starfsfólkið okkar hjálpar ykkur að komast af stað.

Innifalinn tími í sal er 90 mínútur og heildartími viðburðarins áætlaður um 2 klst.

Hægt er að bæta við tíma í salnum ef áhugi er á því.

Lágmarksfjöldi 8
Hópefli

Fyrirtækjamót

6.990á mann

Frábært hópefli fyrir hópinn þinn. Áður en mótið hefst verður pizza hlaðborð á Bytes veitingastaðnum okkar þar sem kokkarnir reiða fram úrval af djúsí súrdeigs-pizzum og meðlæti eins og Deluxe franskar hlaðnar með ostasósu og beikonkurli. Einn drykkur á mann að eigin vali á barnum fylgir með hlaðborðinu.

Við skipuleggjum mót fyrir hópinn í þeim leik sem þið veljið eða finnum leik sem hentar, tryggjum að allt fari fram eins og það á að gera og allir skemmti sér konunglega.

Heildartími viðburðar er um 3 klst.

Lágmarksfjöldi 8

Bóka

Fjör fyrir hópinn þinn!
Bókaðu þinn hóp með því að fylla út pöntunarblaðið hér til hiðar. Við höfum svo samband til að staðfesta bókunina og veita frekari upplýsingar.