Glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs


BYTES
hjá Arena


BYTES er veitingastaður sem opnaði á sama tíma og Arena. Gengið er inn á veitingastaðinn í gegnum inngang Arena en engin skylda er að spila tölvuleiki til að njóta veitinga staðarins.Veitingastaðurinn Bytes er staðsettur í ARENA sem er með flottustu rafíþróttahöllum heims. Brikk Bakarí sér veitingastaðnum fyrir hágæða súrdeigi sem Bytes notar til þess að útbúa einstakar pizzur og borgara.

Maturinn einkennist af bragðlaukssprengjum þar sem klassík mætir frumleika. Auk einstaks matseðils bjóða barþjónar Bytes upp á sérvalda kokteila auk annarra veiga.

Fimm glæsilegar Nintendo Switch tölvur eru við valin borð þar sem allt að fjórir einstaklingar geta spilað saman og snætt á kræsingunum samtímis. Einnig eru fjölmörg sjónvörp ásamt risaskjávarpa svo hægt er að horfa á beinar útsendingar frá rafíþróttaviðburðum sem og öðrum íþróttum.

Matseðill Bytes