Skráning er hafin á vorönn rafíþróttadeildar Breiðabliks.
Hægt er að nýta frístundastyrk Kópavogs til að greiða niður æfingagjöld!
Smellið hér til að skrá – ATH innskráning með rafrænum skilríkjum nauðsynleg.
–
Vorönn Breiðabliks og Arena hefst 8. janúar og lýkur í maí. Æft er tvisvar í viku, 90 mínútur í senn undir handleiðslu þjálfara sem eru menntaðir í rafíþróttaþjálfun frá RÍSÍ auk þess að vera með töluverða reynslu í umsjón og umgengni við börn.
Á vorönn eru í boði eftirfarandi greinar: Minecraft, Fortnite, Rocket League, Overwatch, Herkænsku/RPG hópur, FPS hópur og síðan Mix hópur. Ungmenni á aldrinum 7 til 15 ára geta tekið þátt í starfinu en þó eru einhverjir hópar með þrengra skilgreindum aldursreglum. Sjá stundaskrá.
Mix yngri og eldri: Í blönduðum/mix hóp velja krakkar mismunandi leiki á hverri æfingu, allir leikir eru í boði en leyfi foreldra þarf ef spila á leiki sem hafa lágmarks aldursviðmið. Mix hópur leggur áherslu á að krakkarnir kynnist hver öðrum og því að spila í hópum. Minni áhersla lögð á þróun hæfni í hverjum leik fyrir sig og meiri áhersla á félagslega þáttinn. Mælt með fyrir krakka á aldrinum 7-11 ára en öll velkomin.
FPS Hópur: Í þessum hóp er sjónum beint að vinsælum fyrstu persónu skotleikjum s.s Counter Strike 2, Valorant, Call of Duty og fleiri leikjum. Allir leikir í þessum hóp hafa lágmarks aldursviðmiðið 16 ára og því jafngildir skráning í hópinn því að foreldri gefi leyfi fyrir sitt barn að spila leikina. Áhersla er lögð á aukna hæfni í FPS leikjum sem allir deila svipuðum megin þema auk þess að þjálfa félagslega færni og læra að spila saman í hóp.
Herkænsku/RPG hópur: Í þessum hóp eru spilaðir leikir einsog League of Legends, Dota 2 og aðrir “real time strategy” leikir sem allir deila svipuðum meginþemum og aðferðum. Áhersla er lögð á aukna hæfni og skilning á þessum leikjum sem og að þjálfa félagslega færni og læra að spila saman í hóp.
Minecraft / Fortnite / Rocket League / Overwatch hópar: Þessir hópar einbeita sér að sínum leik og leggja mikla áherslu á aukna færni og sérhæfingu í sínum leik. Einnig er lögð áhersla á félagslega færni og það hvernig eigi að spila saman í hóp.
–
–
Eins og áður hefur komið fram þá er aðstaða deildinnar hjá okkur í Arena, Smáratorgi 3 sú flottasta á landinu.
Hægt er að skoða aðstöðuna hjá Arena alla daga vikunnar ásamt því að grípa í pinnann eða músina gegn vægu gjaldi, að ógleymdum veitingastaðnum Bytes.
Það kostar ekkert að koma og prófa 1-2 æfingar í upphafi annar. Hlökkum til að sjá ykkur!
–
Ef einhverjar spurningar vakna hafið samband við yfirþjálfara Arena, Daníel Sigurvinsson á netfanginu danielsig@arenagaming.is.