Skráning er hafin á haustönn rafíþróttadeildar Breiðabliks.
Smellið hér til að skrá – ATH innskráning með rafrænum skilríkjum nauðsynleg. Að innskráningu lokinni er best að ýta á flokkinn “Rafíþróttir” til að sjá úrval þeirra greina sem eru í boði.
–
Haustönn Breiðabliks og Arena hefst 11. september og stendur til 15. desember. Æft er tvisvar í viku, 90 mínútur í senn en í boði eru eftirfarandi greinar: Fortnite, Rocket League, Valorant, Overwatch, CS:GO og síðan Mix hópur. Ungmenni á aldrinum 7 til 15 ára geta tekið þátt í starfinu en þó eru einhverjir hópar með þrengra skilgreindum aldursreglum. Sjá stundaskrá.
Ath. í mix hóp velja krakkar mismunandi leiki á hverri æfingu, allt í boði með leyfi foreldra. Mix hópur leggur áherslu á að krakkarnir kynnist hver öðrum og spila í hópum. Hérna er minni fræðsla og lærdómur. Mælt með fyrir krakka á aldrinum 7-11 ára.
–
Dagskrá haustannar 2023 hjá Rafíþróttadeild Breiðabliks:
–
Eins og áður hefur komið fram þá er aðstaða deildinnar hjá okkur í Arena, Smáratorgi 3 sú flottasta á landinu.
Hægt er að skoða aðstöðuna hjá Arena alla daga vikunnar ásamt því að grípa í pinnann eða músina gegn vægu gjaldi, að ógleymdum veitingastaðnum Bytes.
–
Vert er að minna á að það kostar ekkert að koma og prófa 1-2 æfingar í upphafi annar.
Hlökkum til að sjá ykkur!
–
Smellið hér til að skrá – ATH innskráning með rafrænum skilríkjum nauðsynleg. Að innskráningu lokinni er best að ýta á flokkinn “Rafíþróttir” til að sjá úrval þeirra greina sem eru í boði.
–
Allar spurningar varðandi skráningu og greiðslur skulu sendar á innheimta@breidablik.is.
Aðrar spurningar varðandi starf deildarinnar skulu sendar á yfirþjálfarann Daníel Sigurvinsson, danielsig@arenagaming.is