Námskeið í rafíþróttum og tölvuleikjum er fyrir börn á aldrinum 7-15 ára.
Námskeið í vetrarfríinu fer fram eftirfarandi daga í Arena:
Föstudag 24. okt - Mánudag 27.okt - Þriðjudag 28.okt
VERÐSKRÁ:
2 dagar (kl: 9-16): 12.000kr*
3 dagar (kl: 9-16): 18.000kr*
1/2 dagur (kl 9-12): 4.000kr
Verkfallsdagur: 4.000kr/6.000**
*Innifalið er samloka og djús í hádeginu.
**AUKA NÁMSKEIÐ: vegna kvennaverkfalls fös 24.okt (sjá neðar).

Þjálfari námskeiðsins er Daníel Sigurvinsson yfirþjálfari Arena.
Lögð áhersla á samskipti og samvinnu, auk þess að huga að hraustari líkama og sál. Börn spila tölvuleiki sem hæfa aldri.
Dagskrá:
09:00 - Mæting og lesið upp
09:10/13:10 - Líkamleg hreyfing
09:40/13:40 - Fræðsla uppi á skjá um netöryggi og rafíþróttir
10:10/14:10 - Nesti
10:30/14:30 - Sest í tölvur og byrjar að spila með markmiði
11:40/15:40 - Klárað með líkamlegri hreyfingu
-Börn þurfa að taka með sér snarl til að borða fyrir og hádegi.
-Innifalið á heilsdags námskeiði er samloka og djús í hádegismat.
Allar frekari upplýsingar er hægt að nágast með að senda tölvupóst á Daníel yfirþjálfara Arena á: danielsig@arenagaming.is
Föstudagur 24. október 2025, eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975.
Ljóst er að veruleg röskun getur orðið í öllu samfélaginu þennan dag og gera má ráð fyrir að áhrifin verði mikil í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum þar sem stór hluti starfsfólksins þar eru konur eða kvár. Einungis kk þjálfarar munu sinni kennslu þann daginn!!
