Páskanámskeið í Rafíþróttum í Arena
Dagana 14., 15. og 16. apríl verður haldið sjúklega skemmtilegt páskanámskeið í Arena fyrir 7-14 ára! Tilvalið til að einfalda lífið í páskafríinu. Einstakt tækifæri til að kynnast öðrum og læra nýjar aðferðir.
Verðskrá – Skráning og frekari upplýsingar með því að ýta á námskeiðin:
Tegund námskeiðs | Tímasetning | Verð |
Hálfur dagur | 9-12 eða 13-16 | 12.900 kr |
Heill dagur | 9-16 | 19.900 kr* |
*(Innifalið er pizza hádegishlaðborð á Bytes veitingastað okkar)
Þjálfari námskeiðsins er Daníel Sigurvinsson yfirþjálfari Arena.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á samskipti og samvinnu, auk þess að huga að hraustari líkama og sál.
Hver dagur byrjar á 20 mín líkamlegri upphitun og teknar eru pásur frá tölvunum þar sem iðkendur fá fræðslu frá þjálfara um heilbrigða spilamennsku. Þátttakendur fá einnig fræðslu um netöryggis og persónuöryggi á netinu. Spilað er á PC tölvur. Hægt er að tengja PlayStation5 fjarstýringu við, takmarkað magn þó.
Vinsamlegast skrifið nafn barns ásamt öðrum upplýsingum sem beðið er um í næsta skrefi.
Fyrirspurnir má senda á danielsig@arenagaming.is