● Glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs
BYTES
hjá Arena
BYTES er veitingastaður sem opnaði á sama tíma og Arena. Gengið er inn á veitingastaðinn í gegnum inngang Arena en engin skylda er að spila tölvuleiki til að njóta veitinga staðarins.

Veitingastaðurinn Bytes er staðsettur í Arena sem er með flottustu rafíþróttahöllum Evrópu. Brikk Bakarí sér veitingastaðnum fyrir hágæða súrdeigi sem Bytes notar til þess að útbúa einstakar pizzur en auk þess eru á boðstólnum vængir og ýmisskonar meðlæti.
Maturinn einkennist af bragðlaukssprengjum þar sem klassík mætir frumleika. Auk einstaks matseðils bjóða barþjónar Bytes upp á sérvalda kokteila auk annarra veiga.
Við valin borð má finna glæsilegar Nintendo Switch tölvur þar sem allt að fjórir einstaklingar geta spilað saman í einu og snætt á kræsingunum samtímis. Einnig eru fjölmörg sjónvörp ásamt risaskjávarpa svo hægt er að horfa á beinar útsendingar frá rafíþróttaviðburðum sem og öðrum íþróttum.