● Metnaðarfullar rafíþróttaæfingar
Rafíþróttir
hjá Arena
Við bjóðum bestu aðstöðu landsins til ábyrgrar þjálfunar rafíþrótta í samstarfi við íþróttafélögin í Kópavogi.
Reynslumiklir þjálfarar í rafíþróttum
Arena vill nálgast rafíþróttaþjálfun á faglegan hátt og leggur áherslu á menntun þjálfara sinna. Við trúum því að rafíþróttir geti stuðlað að aukinni færni þeirra barna sem hana stunda. Rannsóknir sýna fram á aukna félagsfærni, þrautseigju og lausnamiðaða hugsun á meðal barna sem hafa stundað rafíþróttir.
Börnin læra jafnframt rétta hegðun á internetinu, rétta líkamsbeitingu við tölvunotkun, mikilvægi andlegrar heilsu sem og þjálfun vöðvaminnis og snerpu.
Að lokum er mikilvægt að börnin fari úr sínu eigin herbergi og mæti á rafíþróttaæfingu þar sem það hittir fyrir jafnaldra með sömu áhugamál og heilbrigða nálgun við tölvuleiki undir stjórn þjálfara.
Æfing í rafíþróttum lítur svona út:
- 20 mín - Hreyfing og fræðsla.
- 20 mín - Upphitun í spilun.
- 15 mín - Teygjur, hreyfing og leikir.
- 30 mín - Spilun með markmiði og skipulagi.
- 5 mín - Slökun og teygjur.
Algengar spurningar
Algengar spurningar
Stjarnan