Metnaðarfullar rafíþróttaæfingar

Rafíþróttir
hjá Arena


Við bjóðum bestu aðstöðu landsins til ábyrgrar þjálfunar rafíþrótta í samstarfi við íþróttafélögin í Kópavogi.



Reynslumiklir þjálfarar í rafíþróttum

Arena vill nálgast rafíþróttaþjálfun á faglegan hátt og leggur áherslu á menntun þjálfara sinna. Við trúum því að rafíþróttir geti stuðlað að aukinni færni þeirra barna sem hana stunda. Rannsóknir sýna fram á aukna félagsfærni, þrautseigju og lausnamiðaða hugsun á meðal barna sem hafa stundað rafíþróttir.

Börnin læra jafnframt rétta hegðun á internetinu, rétta líkamsbeitingu við tölvunotkun, mikilvægi andlegrar heilsu sem og þjálfun vöðvaminnis og snerpu.

Að lokum er mikilvægt að börnin fari úr sínu eigin herbergi og mæti á rafíþróttaæfingu þar sem það hittir fyrir jafnaldra með sömu áhugamál og heilbrigða nálgun við tölvuleiki undir stjórn þjálfara.

Æfing í rafíþróttum lítur svona út:

  • 20 mín - Hreyfing og fræðsla.
  • 20 mín - Upphitun í spilun.
  • 15 mín - Teygjur, hreyfing og leikir.
  • 30 mín - Spilun með markmiði og skipulagi.
  • 5 mín - Slökun og teygjur.
Við mælum með fróðleiksbæklingi um rafíþróttir sem Elko gaf út í samvinnu við RÍSÍ og Samfés en hann má nálgast hér.

Algengar spurningar

Algengar spurningar

Hvenær hefjast æfingar?
Formlegar æfingar á vegum íþróttafélaganna fara fram á haust- og vorönn og hefjast á svipuðum tíma og almennt skólahald sem og aðrar æfingar.
Eru æfingar á sumrin?
Á sumrin heldur Arena sumarnámskeið í samstarfi við íþróttafélögin. Nánari upplýsingar má finna á vef Arena.
Get ég byrjað seint á önninni?
Ekkert mál er að byrja þó önnin sé hafin, vinsamlegast hafið samband við okkur og saman finnum við á því sanngjarna lausn.
Rafíþróttir

Breiðablik

Skráning í rafíþróttir

Rafíþróttir

Stjarnan

Skráning ekki hafin